Uppáhaldsvörur mars og apríl mánaða

Síðustu mánuði hef ég ofnotað tvær vörur & langar að deila þeim með ykkur.

Fyrsta er REF Stockholm – Ocean Mist saltspreyið.
Ég ELSKA þetta sprey.
Ég vil hafa hárið mitt frekar úfið & matt við viss tilefni & þá er þetta mitt go to.
Ég spreyja þessu í rótina & hristi svo á mér hausinn & voila.

Síðan eru það púðarnir frá Mavala sem fjarlægja naglalakk. Ég er algjör exemispési & fæ rosa oft útbrot á milli fingranna & í kringum neglurnar & hef þess vegna alltaf veigrað mér við að nota naglalakk því það er svo vont á fá acetone í sárin.
Núna er það vandamál úr sögunni & ég get naglalakkað mig eins & vindurinn.

Púðarnir frá Mavala koma í litlu krúttlegu boxi & eru acetone fríir – Þeir innihalda meðal annars e-vítamín svo eitthvað sé nefnt.

Ég er svo hamingjusöm með þessar vörur & hvet alla til þess að prófa!

Ég vona að þið hafið haft gaman af að lesa, eru ekki annars allir tilbúnir í sól & sumar?
Munum að hugsa vel um okkur

x x

Bestu kveðjur
V. Sandra