Control Cream – krem fyrir úfið hár

4.290kr.

Úfið hár getur heyrt sögunni til með þessari frábæru vöru sem hjálpar þér að ná stjórn á lokkunum.

Description

Þeir sem eru með úfið hár eða frizzy hár eins og það er stundum kallað ættu að finna lausnina við því í þessu æðislega kremi. Það hjálpar til við að hafa stjórn á úfna hárinu, það ýkir krullurnar og heldur sléttuðu hári sléttu.

Fullkomin blanda ad babassu olíu og jojoba skilar hárinu mjúku og nærðu. Þessi frábæra blanda gerir það að verkum að hægt er að nota kremið sem lausn við ólíkum vandamálum.

Það er einfalt að nota Layton House Control kremið þar sem það þarf bara smá skammt í lófann og svo skal dreifa því jafnt í gegnum rakt hárið. Að því loknu skal móta hárið að vild. Til að fá enn meira út úr kreminu mælum við með því að nota Illumin Oil sem síðasta skref fyrir fallegan gljáa.

Control Cream gefur létt hald og skilar þannig hárinu náttúrulegu en þú verður laus við hár sem standa út í loftið eða sem eru þar sem þau eiga ekki að vera. Þú nærð stjórn á þínu eigin hári og úfið hár heyrir sögunni til.

Kremið kemur í fallegri 150 ml. túbu sem stendur á lokinu til þess að tryggja sem besta nýtingu enda rennur það sem eftir er fremst í túbuna á milli þess að hún er notuð.

Layton House er mjög meðvitað um náttúruna og dýr og framleiðir allar sínar vörur í sem mestri sátt og samlyndi við umhverfið. Vörumerkið er 100% laust við dýraníð og allar pakkningar eru endurvinnanlegar.

Control Cream er einnig laust við súlfat og paraben efni.

Additional information

Stærð

150ml