Curl Power – Snilld fyrir krullur
3.990kr.
Hvort sem þú vilt mikið ýktar krullur eða fyrst og fremst mýkja þær og verna þá er Curl Power varan fyrir þig.
Description
Þeir sem eru með krullur þekkja hversu erfitt það getur verið að eiga við þær. Þeir vita líka hversu fallegar þær geta verið þegar þær fá þá meðhöndlun sem þær þurfa og eiga skilið.
Curl Power frá sænska hárvörurisanum REF Stockholm er einföld lausn til þess að ýfa aðeins upp krullurnar. Það gefur þeim einnig fallegan gljáa á sama tíma og það verndar fallegu lokkana þína.
Krullur kremið er ein af okkar allra vinsælustu vörum enda hönnuð af fagfólki fyrir þig.
Kremið er 100% vegan og laust við paraben efni sem og súlfat. Eiginleikar þess eru ekki eingöngu að ná fram bestu hliðum hársins þíns. Það gefur einnig smá hitavörn og spornar gegn því að litur dofni í hárinu.
Þegar þú notar kremið er best að setja eina pumpu á fingurgómana og nudda á findurgóma beggja handa áður en þú rennir þeim í gegnum hárið. Ef þú vilt miklar og ýktar krullur þá berðu kremið í þurrt hár. Viljir þú ná fram náttúrulegu útliti með kreminu þá rennirðu því í gegnum handlæða blauta lokkana.
Eins og aðrar vörur frá REF Stockholm þá segja umbúðirnar manni frá helstu eiginleikum hennar eins og því að kremið gefur mikla fyllingu og gljáa en aðeins minna hald. Þá er stúturinn þannig gerður að það þarf að skrúfa hann til hliðar til að geta pumpað úr flöskunni, sem getur verið mikill kostur þar sem eru lítil forvitin börn.
Ef þú vilt meira hald þá mælum við með að nota REF Flexible Spray meðfram kreminu.
REF Stockholm er fyrirtæki sem við erum stolt af því að starfa með og selja. REF er ábyrgt í framleiðsluferli sínu og vörum.
Additional information
Stærð | 125ml |
---|