Tilboð

Gjafakassi – Fyrir fíngert/þunnt hár

9.990kr.

Out of stock

Description

Frábær jólagjafahugmynd fyrir þína BFF❤️

Kaupir 2 og færð 3 vöruna með 50% afsl og í vandaðri gjafaöskju

þrennan inniheldur sjampó,næringu og Leave in Treatment

REF Volume sjampóið og næringin eru einar af okkar allra vinsælustu vörum og ekki að ástæðulausu. Þeir sem eru með fínt eða þunnt hár geta notað þetta vegan sjampó til þess að styrkja, vernda og byggja upp hárið.

Kostirnir við sjampóið næringuna eru að þau halda langvarandi lyftingu og sveigjanleika í hárinu. Þeir sem eru með litað hár þurfa ekki að hafa áhyggjur þar sem það verndar einnig að liturinn í hárinu dofni ekki.

Innihalda lífrænar olíur sem stuðla að því að gefa náttúrulegan gljáa án þess þó að þyngja hárið. Þá er sjampóið einnig laust við súlfat og paraben efni.

Leave in treatment er enn ein snilldin frá REF Stockholm enda fagfólk að störfum þar sem framleiðir vörur fyrir annað fagfólk.

Þetta frábæra efni nýtist til þess að vernda hárið frá bæði hitaskemmdum sem kunna að fást við notkun heitra tækja sem og fyrir útfjólubláum geislum sólar. Þú getur því bæði þurrkað og slétt (nú eða krullað!) hárið og hlaupið svo út í sólina áhyggjulaus. Það er að segja ef þú notar Leave in treatment fyrst og beitir heitu tækjunum þínum á réttan hátt.

Ekki nóg með það því efnið virkar einnig sem flækjuvörn og hjálpar til við að móta hárið eins og þú vilt hafa það. Þessi öfluga vara gefur extra mikla næringu og mýkt í hárið sem skilar sér í fallegum og náttúrulegum gljáa.

Leave in treatment er kröftug lausn búin til úr náttúrulegum efnum eins og kókosolíu, jojobaolíu og náttúrulega unnu glyseríni. Í efninu er einnig að finna serum sem er bæði nærandi fyrir lokkana þína sem og mótandi. Þá er efnið einnig 100% vegan og stútfullt af prótínum og græðandi jurtum.

Gleðileg jól