Tilboð

Gjafakassi – Fyrir þurrt/skemmt hár

9.925kr.

Description

Frábær jólagjafahugmynd fyrir þína BFF❤️

Kaupir 2 og færð 3 vöruna með 50% afsl og í vandaðri gjafaöskju

þrennan inniheldur sjampó,næringu og Leave in Treatment

Ultimate Repair sjampóið og næringin  innihalda sérvalin efni úr jurtum sem vernda, styrkja og endurbyggja þurrt, skemmt og efnameðhöndlað hár.

Það geta ýmsar ástæður legið að baki því að hár skemmist eða verði þurrt eins og til dæmis hárlitun, notkun sléttu- og krullujárna og hiti frá hárblásara. Þetta frábæra sjampó og næring endurbyggir hár sem hefur orðið fyrir slíkum skemmdum og með áframhaldandi notkun þess þá verndar það hárið fyrir frekari skemmdum.

Þar sem sjampóið og næringin eru hlaðin kíóna prótíni, náttúrulegum olíum og fleiru þá nær það bæði að byggja upp hárið hratt en um leið kallar það fram fallegan gljáa og kemur í veg fyrir að litað hár dofni.

 

Leave in treatment er enn ein snilldin frá REF Stockholm enda fagfólk að störfum þar sem framleiðir vörur fyrir annað fagfólk.

Þetta frábæra efni nýtist til þess að vernda hárið frá bæði hitaskemmdum sem kunna að fást við notkun heitra tækja sem og fyrir útfjólubláum geislum sólar. Þú getur því bæði þurrkað og slétt (nú eða krullað!) hárið og hlaupið svo út í sólina áhyggjulaus. Það er að segja ef þú notar Leave in treatment fyrst og beitir heitu tækjunum þínum á réttan hátt.

Ekki nóg með það því efnið virkar einnig sem flækjuvörn og hjálpar til við að móta hárið eins og þú vilt hafa það. Þessi öfluga vara gefur extra mikla næringu og mýkt í hárið sem skilar sér í fallegum og náttúrulegum gljáa.

Leave in treatment er kröftug lausn búin til úr náttúrulegum efnum eins og kókosolíu, jojobaolíu og náttúrulega unnu glyseríni. Í efninu er einnig að finna serum sem er bæði nærandi fyrir lokkana þína sem og mótandi. Þá er efnið einnig 100% vegan og stútfullt af prótínum og græðandi jurtum úr jurtaríkinu.

Gleðileg Jól