Description
Þessi geggjaða Illumin olía í hár er vara sem við hjá Hárvörum einfaldlega elskum! Hún bætir ástand hársins, endurnærir það og verndar. Hún hjálpar einnig til við að ná stjórn á úfnu hárunum sem eiga það til að standa upp út í loftið eða frizzy hár eins og það er stundum kallað.
Ólíkt mörgum olíum þá er hún ekki feit en er þó bæði fislétt og glansandi.
Illumin olían inniheldur meðal annars keratín amónósýrur sem örva vöxt hársins og nærir það. Annað mikilvægt innihaldsefni er línolía. Hún hefur róandi áhrif á hársvörðinn og hjálpar því gegn kláða. Olían er einnig rík af E vítamínum sem næra hársekkina.
Ekki nóg með að þessi hágæða olía í hár veiti vernd fyrir umhverfisþáttum, heldur styttir hún einnig tímann sem fer í hárblástur um allt að 10%.
Ekki skemmir fyrir að það er dásamlegur ilmur af olíunni, án þess þó að hann sé yfirþyrmandi.
Olían er borin í rakt eða þurrt hár og gefur strax hreinlegt og glansandi útlit.
Ilumin olían kemur í 75 ml flösku og er hún þar af leiðandi í fullkomri stærð í töskuna. Hvort sem þú ert með handfarangur á leiðinni í ferðalag eða með íþróttatöskuna á leiðinni í líkamsrækt. Hárið þitt á alltaf það besta skilið!
Leyton House framleiðir ekki bara olíu í hár
Leyton House er háklassa vörumerki með höfuðstöðvar í Ameríku, Englandi og Ástralíu. Fagfólkið hjá Leyton House er meðvitað um umhverfið og kolefnisspor sín. Því býður það upp á endurvinnanlegar umbúðir og leggur sig fram við að framleiðsluferli fyrirtækisins sé sem umhverfisvænast. Ekki nóg með það heldur er Leyton House 100% laust við dýranýð. Vörumerkið skartar meira að segja vottun frá PETA sem kallast ,,Fegurð án kanína“ eða á ensku ,,Beauty without bunnies“.
Þú getur því notað lúxus vörurnar frá Leyton House án þess að hafa áhyggjur af því að vörumerkið valdi umhverfinu eða lífríkinu óþarfa skaða.
Ef þú elskar Leyton House jafnmikið og við og þig vantar mótunarvöru þá er um að gera að skoða Sessoion Style hárlakkið eða Clay Shaper leirvaxið.
Additional information
Stærð | 75ml |
---|