Tilboð

Leave-in-treatment

2.723kr.

Leave in treatment frá REF er fjölþætt lausn fyrir hárið þitt þar sem efnið er bæði hitavörn og flókavörn, og hjálpar einnig til við að móta hárið.

In stock

Description

Leave in treatment er enn ein snilldin frá REF Stockholm enda fagfólk að störfum þar sem framleiðir vörur fyrir annað fagfólk.

Þetta frábæra efni nýtist til þess að vernda hárið frá bæði hitaskemmdum sem kunna að fást við notkun heitra tækja sem og fyrir útfjólubláum geislum sólar. Þú getur því bæði þurrkað og slétt (nú eða krullað!) hárið og hlaupið svo út í sólina áhyggjulaus. Það er að segja ef þú notar Leave in treatment fyrst og beitir heitu tækjunum þínum á réttan hátt.

Ekki nóg með það því efnið virkar einnig sem flækjuvörn og hjálpar til við að móta hárið eins og þú vilt hafa það. Þessi öfluga vara gefur extra mikla næringu og mýkt í hárið sem skilar sér í fallegum og náttúrulegum gljáa.

Leave in treatment er kröftug lausn búin til úr náttúrulegum efnum eins og kókosolíu, jojobaolíu og náttúrulega unnu glyseríni. Í efninu er einnig að finna serum sem er bæði nærandi fyrir lokkana þína sem og mótandi. Þá er efnið einnig 100% vegan og stútfullt af prótínum og græðandi jurtum.

Notkun og eiginleikar vörunnar

Efnið er einfalt í notkun: Þú dreifir því í handklæðaþurrt hár og mótar síðan eftir þínum smekk.

Þú færð þessa frábæru fjölnota vöru í 125 ml flösku. Á umbúðunum eru allar helstu upplýsingar um vöruna og notkun hennar. Pumpan á flöskunni er einnig algjör snilld! Þú snýrð henni til hliðar til þess að opna og síðan ýtirðu hausnum á henni niður. Við það kemur skammtur af efninu út, þó ekki of stór í einu svo ekkert fari til spillis. Þú getur svo snúið stútnum aftur til hliðar og við það lokast hausinn. Það bæði heldur gæðum vörunnar við og kemur í veg fyrir að hún þorni fremst í stútnum. Þessi eiginleiki flöskunnar kemur einnig í veg fyrir að það pumpist óvart úr henni í töskunni eða við það að börn komist í vöruna og litlar hendur handleiki hana.

Umhverfisvænu vinir okkar hjá REF Stockholm hafa slegið heldur betur í gegn með þessari hágæða vöru.

Additional information

Stærð

175ml