Description

TILBOÐ – 600ml sjampó + hárnæring duo!!

Ultimate Repair sjampóið inniheldur sérvalin efni úr jurtum sem vernda, styrkja og endurbyggja þurrt, skemmt og efnameðhöndlað hár.

Það geta ýmsar ástæður legið að baki því að hár skemmist eða verði þurrt eins og til dæmis hárlitun, notkun sléttu- og krullujárna og hiti frá hárblásara. Þetta frábæra sjampó endurbyggir hár sem hefur orðið fyrir slíkum skemmdum og með áframhaldandi notkun þess þá verndar það hárið fyrir frekari skemmdum.

Þar sem sjampóið er hlaðið kíóna prótíni, náttúrulegum olíum og fleiru þá nær það bæði að byggja upp hárið en um leið kallar það fram fallegan gljáa og kemur í veg fyrir að litað hár dofni.

Sjampóið hentar sem fyrsta skref í hárþvotti. Því er dreift jafnt í blautt hár og hársvörð, þegar búið er að bera það í allt hárið er það þvegi úr með vatni. Til þess að ná sem bestum árangri fyrir skemmt hár þá mælum við með að nota Ultimate Repair hárnæringuna.

Ef þú vilt dekra aukalega við hárið þá er Ultimate Repair maskinn fullkomin viðbót við sjampóið og hárnæringuna.

Hægt er að fá þetta hágæða sjampó í þremur stærðum á góðu verði.

Eins og aðrar REF Stockholm vörur þá er sjampóið unnið með dýraverndurnarsjónarmið í huga og er framleiðsluferlið því laust við dýraníð og vörurnar eru allar vegan.

Þá eru REF Stockholm vörurnar einnig lausar við súlfat og paraben efni (SLS og SLES). Þær eru vegan og glúten lausar.

Það er ekki að ástæðulausu að fagfólk velur að vinna með REF.

Góð hárnæring sem best er að nota með Ultimate Repair sjampóinu sem er einnig frá REF Stockholm. Þessi magnaða vara er svar fyrir þá sem eru að kjást við þurrt eða skemmt hár vegna efnameðhöndlunar, notkun heitra tækja eða áhrifa frá útfjólubláum geislum sólar. Fæst í þremur mismunandi stærðum.

Hárnæringin er gerð úr ýmsum plöntuefnum sem og murumuru butter sem gefur henni þá eiginleika að hún styrkir, verndar og byggir upp hárið. Hún eykur glans og mýkt hársins um leið og hún gerir við það. Þá lágmarkar hún flækjur og gerir það að verkum að það er auðveldara að greiða í gegnum fallegu lokkana þína.

Eins og aðrar vörur frá REF Stockholm þá er hárnæringin 100% vegan, laus við parabenefni og súlföt. Hún inniheldur einnig hina einstöku litaverndunarblöndu sem gerir það að verkum að litur endist betur og dofnar síður.

Ultimate Repair hárnæringin er einföld í notkun. Henni er einfaldlega dreift jafnt í hárið eftir hárþvott með annað hvort sjampói eða maska og síðan skoluð úr. Ef hárið er mjög illa farð getur verið gott að leyfa henni að liggja í því í nokkrar mínútur áður en hárnæringin er þvegin úr.

Fagfólkið okkar er sammála um að þetta er góð hárnæring fyrir þá sem eru með vandamálahár eftir að hafa litað hárið með sterkum efnum eða mikla notkun á hinum ýmsu hitatækjum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að þessi frábæra vara er með þeim vinsælli sem við bjóðum upp á.

Viðskiptavinir okkar hafa einnig talað um að hún gefi þeim þá innspýtingu sem þarf þegar hárið þornar eftir of marga daga í sólinni og að hárið sé minna úfið eftir notkun hennar.

Frábært að nota með hárnæringunni

Ef þú ert að glíma við skemmt hár þá mælum við einnig eindregið með að þú prufir hinn ótrúlega nærandi Ultimate Repair maska. REF býður einnig upp á fjöldan allan af mótunarvörum eins og til dæmis millistífa hárspreyjið Flexible Spray. Það er sprey sem kemur í veg fyrir rafmögnun í hári og gefur náttúrulegt útlit.

Additional information

Stærð

600ml