Weightless Volume Conditioner – Hárnæring fyrir fíngert hár

3.990kr.

Ef þú ert með þunnt eða fíngert hár þá er Weighless Volume hárnæringin lausnin fyrir þig. Hún eykur fyllinguna og gefur fallegan gljáa.

Description

Þeir sem eru með þunnt eða fíngert hár finna hina fullkomnu hárnæringu fyrir sína hárgerð í Weightless Volume hárnæringunni. Þá hentar hin sérstaka náttúrulega efnablanda einnig hári sem framleiðir umfram af olíu.

Samansett af  dásamlegri blöndu af jurtum, sítrus og jojoba olíum. Þessi blanda gefur hárnæringunni þann eiginleika að hún styrkir og verndar hárið. Samtímis eykur hún fyllingu þess og gefur langvarandi sveigjanleika. Fíngert hár verður þéttara með þessari léttu næringu sem lokar inni þinn náttúrulega raka og gefur hárinu meiri dýpt.

Með reglulegri notkun Weightless Volume hárnæringarinnar minnka einnig líkurnar á því að hárið sé flókið og erfitt viðureignar. Þá verndar hún einnig lit frá því að dofna og gefur fallegan og náttúrulegan gljáa. Ekki skemmir fyrir að hárið ilmar unaðslega eftir þvott með næringunni.

Við mælum með að þú notir hárnæringuna sem loka skref í hárþvotti. Strax eftir að hafa þvegið það upp úr annað hvort Weightless Volume sjampóinu eða Ultimate Repair hármaskanum. Þú dreifir einfaldlega hárnæringunni jafnt í gegnum hárið og þværð hana síðan úr.

Þessi hágæða næring kemur frá vinum okkar í REF og er þar af leiðandi 100% vegan og laus við óæskileg efni eins og súlfat og paraben efni. Vegan er ekki nóg og því er varan einnig framleidd án nokkurs dýraníðs.

Þeir í REF þekkja þarfir viðskiptavina sinna og vita að þarfir þeirra eru mismunandi og því eru vörur þeirra það líka. Þú getur fengið Weigtless Volume í þremur stærðum, allt eftir því hvað það er sem hentar þér.

REF Stockholm hafa getið sér góðs orðs innan hár- og snyrtigeirans enda fagvörur, hannaðar af fagfólki ,fyrir þig!

Additional information

Stærð

245ml