Description

Hárolía frá REF Stockholm sem hjálpar þeim sem eru að kljást við flókið, rafmagnað, gróft eða þurrt hár. Þessi frábæra olía er einnig notuð af þeim sem vilja auka gljáa og mýkt hársins. Stútfull af náttúrulegum olíum. Wonder oil hentar einnig til að ná niður þessum stöku hárum sem eiga það til að standa upp í loftið.

Hárolía er þó ekki eingöngu fyrir hár því hana má einnig nota í skeggið og gefa því þannig aukna mýkt og gljáa.

Wonder oil inniheldur blöndu af næringarríkum náttúrulegum olíum og prótíni sem veitir henni þann eiginleika að hún hjálpar til við endurnýjun hárs og styrkir það. Þá verndar hún einnig litinn sem þú kannt að hafa í hárinu.

Wonder oil kemur í tveimur stærðum. Önnur er 125 ml. og er frábær inn á baðherbergi. Hin er smá, eða 15 ml. og passar fullkomlega í veskið eða töskuna.

Við höfum heyrt viðskiptavini okkar mæra hárolíuna af mörgum ástæðum. Við höfum heyrt mæður tala um að hún hafi gert það að verkum að morgunrútínan hafi orðið auðveldari. Hársárir krakkar eru sáttari við að láta greiða í gegnum hár sem er ekki flókið. Margir viðskiptavinir okkar tala einnig um æðislega fallega gljáan sem hár þeirra öðlast við notkun hennar. Síðan hafa nokkrir skeggjaðir hvíslað því að okkur að þeir stelist stundum í hana hjá mökum sínum enda alveg geggjuð í skeggið!

Best er að setja olíuna í rakt hárið. Til þess að forðast að rætur hársins verði fitugar er þó best að varast að nudda henni í hársvörðinn enda er olían mjög rakagefandi.

Eins og aðrar vörur frá sænksa hárvörurisanum er olían vegan. Hún er einnig laus við sílikon, paraben efni og súlfat.

Við erum stolt af þessari hágæða olíu enda búin til af fagfólki, fyrir þig.

Ef þú ert að leita að öðrum lausnum sem þarf ekki að skola úr hárinu og aukar gljáa og mýkt þá gæti REF Leave-in hárnæringin hentað þér.

Additional information

Stærð

125ml