Viðtal við Heiðrúnu okkar

Heiðrún er að vinna á Modus í Smáralind og var hún svo yndisleg að svara nokkrum spurningum.

Hvers vegna ákvaðst þú að læra hársnyrtiiðn?
Ég var búin að ákveða þegar ég var í leikskóla að ég ætlaði að verða hárgreiðslukona. Þegar ég var krakki var ég alltaf að flétta og greiða dúkkunum mínum og svo vinkonum mínum seinna meir.

Hvaða hárnæring og hármaski er í mestu uppáhaldi hjá þér þessa dagana og af hverju?
Joico K-PAK djúpnæringin og hármaskinn

Hvaða hárvörur notar þú mest sjálf?

Ég nota mest bleiku Kérastase olíuna sem er fyrir litað hár, hana set ég í blautt hárið. Þegar hárið er orðið þurrt nota ég svo Stay Smooth frá REF í endana.

Ertu með einhverja skemmtilega eða vandræðalega sögu af atvikum í vinnunni eða námi sem þú myndir vilja deila með okkur?

Eins og er man ég bara eftir einni. Það atvikaðist þannig að viðskiptavinurinn minn var að fara borga eftir að hafa verið í litun hjá mér. Hún setur nocco á afgeiðslu borðið sem hún ætlaði að biðja mig um að henda. Hélt þá ekki Elsa, sem vinnur í afgreiðslunni hjá okkur, að þetta væri hennar nocco því hún var með alveg eins opinn á afgreiðslu borðinu. Hún drekkur gamla, volga nocco-inn hjá stelpunni og fattar það leið og hún kyngir sopanum. Stelpan horfir á hana og segir að hún megi bara eiga hann!

Hvað er það sem þér líkar mest við vinnuna þína?
Mér finnst skemmtilegast hvað vinnan er fjölbreytt, klippa, lita, permanent, greiðslur og svo framvegis.

En hvað finnst þér minnst skemmtilegt að gera í vinnunni?
Held að það sé bara þegar það er minna að gera, einnig getur biðin á milli kúnna oft verið lengi að líða.

Er einhver klipping eða greiðsla sem þú ert alveg sérstaklega góð í?
Ég tek að mér öll verkefni sem koma mér í hendur en stór hluti af mínum kúnnahóp er fólk sem er að lýsa á sér hárið eða viðhalda ljósa litnum.

Ertu með einhver góð ráð fyrir þá sem eru með efnameðhöndlað og slitið hár?
Í fyrsta lagi myndi ég mæla með að vera með gott sjampó og hárnæringu, rakagefandi sem nærir hárið. Einnig myndi ég mæla með því að nota maska einu sinni i viku til að gefa hárinu enn meiri raka og viðgerð.

Ef þú mættir bara borða 2 fæðutegundir það sem eftir er, hverjar yrðu fyrir valinu?
Ég hugsa að ég myndi velja mér nautkjöt og ís.

Pulsa eða pylsa?
Pylsa.

Hvað segir þú við folk sem ætlar út í búð og kaupa sér pakkalit? Er það algjört nono?

Pakkalitur er eitthvað sem maður vill alls ekki setja í hárið á sér. Hann er mjög sterkur, hleðst upp í hárinu og fer illa með það. Tala nú ekki um þegar það er búið að setja dökkan pakkalit í mörg ár í hárið og ætla svo að lita það ljóst, það er nánast ómögulegt.
Semsagt já hann er algjört nonooo!

Hvað er löng bið í klippingu hjá þér? En litun?
Ég myndi segja að það væri mjög misjafnt eftir árstíma en ég myndi alltaf gera ráð fyrir viku til tveimur, bæði með lit og klippingu. Það er alltaf betra að bóka fyrr heldur seinna. Ég mæli eindregið með því bóka næsta tíma fram í tímann.

Hvaða daga ertu að vinna og á hvaða tímum?
Ég er að vinna alla virka daga, oftast frá kl. 9 og eitthvað frameftir. Einnig um helgar við sérstök tilefni.

Hvaða stjörnumerki ertu?
Ég er vog, á afmæli 11. október.

Takk kærlega fyrir spjallið!