Viðtal við Þórir okkar á Modus – Smáralind

Þórir starfar sem hárgreiðslu meistari á Modus í Smáralind.
Hann hefur mikin áhuga á hári& tísku og ákvað það ungur að þetta væri hans ástríða.

Aðspurður hvers vegna hann ákvað að læra hársnyrtin svarar hann:
,,Ég hef alltaf haft mikin áhuga á hári og tísku, svo mig langaði í hárgreiðslu nám um leið og ég kláraði barnaskólan. Ég komst ekki inn fyrr en ári seinna svo ég tók almennt nám til að klára allt það bóklega sem mig vantaði fyrir námið. Mig langaði að læra förðun þegar ég var að byrja í náminu en þegar ég var að klára þá var mér ljóst að hár væri mitt fag, og hef ég unnið við það allan tíman síðan.”
En Þórir hefur ekki bara brennandi áhuga fyrir hári og tísku, heldur er hann líka bíómynda og tónlistaóður.

Hvað líkar þér mest við vinnnuna þína?
,,Það sem mér líkar mest við vinnuna mína er að gera viðskiptavini mína ánægða. Þetta er frekar sjálfselskt fag þar sem þú vinnur við að gera alla eins gorgeous og þú getur alla daga, en það er það sem ég elska mest við það”

Hvað líkar þér minnst við vinnuna þína?
,,Það er ekkert sem mig líkar illa við fagið eða vinnuna. Við þurfum að takast á við allskonar vandamál í sambandi við hárið, en það er þannig sem við lærum og getum frætt aðra um. Auðvitað er leiðinlegt að geta ekki gert allt sem viðskiptavinur biður um, en það fer allt eftir hárinu á henni/honum, þínu áliti hvort þú haldir að stíllinn fari manneskjunni eða hvort hárið þoli ákveðið álag sem er verið að biðja um.”

Uppáhalds skegg varan hans er Bain Divalent sjamóið frá Kérastase, en hann hefur mikin áhuga á hár og skeggvörum.
,,Bain Divalent sjampóið frá Kérastase, það er alveg snilld fyrir hársvörð sem framleiðir mikla olíu/fitu og verndar hárið, þó ég sé ekki mikið að nota það fyrir hárið því það er frekar lítið af því á höfðinu á mér, heldur meira hársvörðin”

Hver eru þín bestu hár tips?
,,Það sem ég einblíni mikið á fyrir viðskiptavini mína er að fara vel með hárið á sér og hugsa jafnframt einstaklega vel um það. Mitt fag gengur út á að gera hár eins heilbrigt og fallegt og það getur orðið, svo ég einblíni oftast á að fá alla til að nota réttu vörurnar. Taka sér smá tíma í að djúpnæra og hugsa vel um hárið. Því meira sem viðskiptavinurinn gerir fyrir hárið sitt því meira getum við leikið okkur með liti og fleira.”

Hefurðu eitthvern tíman lent í eitthverjum vandræðum við að klippa eða lita?
,,hef ég lent í vandræðum eitthvern tímann, já auðvitað hafa allskonar hlutir komið upp á þeim 25 árum síðan ég byrjaði í náminu. Litir eru stundum smá tricky en það er líka þannig sem maður lærir. Ég legg mikið upp úr að allir vinni saman á stofunni og að við ráðleggjum okkur við hvort annað, því við höfum öll mismunandi reynslur, svo við lærum af hvort öðru. Þegar þú ert búinn með námið ertu bara rétt að byrja, svo það er fullt eftir að læra.”

Aðspurður hvort honum finnist eitthver klipping erfiðari að gera en önnur svarar hann að svo sé ekki.
,,Ég hef ekki lent í að finnast nein klipping erfiðari en önnur en það er kannski einn still sem mér finnst fallegri en annar. Ég hef alltaf átt erfitt með að gera hefbundna skálaklippingu á krakka en það er bara afþví mér finnst hún í langflestum tilfellum ekki mjög falleg. En það eru til margar útfærslur af skálarklippingu sem eru ótrúlega fallegar samt.”

Áttu eitthvað hár- leynitrikk í pokahorninu?
,,Eitt af mínum bestu og mest notuðu leynitrikkum, ekki beint leynitrikk en ég nota það mikið. Það er aðferð til að fá svo kallaðar Barbie eða Hollywood krullur. En í því fellst að krulla hárið með tilheyrandi járni í stærð sem þig langar að fá krullurnar í, svo að taka hverja krullu fyrir sig og vefja henni upp og festa með klipsi, spreyja hárspreyji yfir og láta bíða til dæmis meðan það er verið að farða dömuna. Svo að taka það niður og fá alveg gorgeous krullur sem haldast eins lengi og þú vilt.”

Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir orðið pakkalitur?
,,Fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég heyri orðið pakkalitur er “YAY áskorun!”. Það getur verið ótrúlega erfitt að leiðrétta liti sem hafa verið litaðir heima, en eins lengi og hárið er í góðu ástandi þá er fullt hægt að gera, og núna með keratin meðferðum er hægt að lagfæra ástand hárs alvveg ótrúlega og fallega.”

Þórir vinnur upp á stofu alla þriðjudaga, miðvikudaga,föstudaga og laugardaga en þess á milli vinnur hann við önnur störf innan fyrirtækisins.

Hvað er löng bið hjá þér í klippingu og litun?

,,Vanalega er um 2-3 vikna við eftir tímum í litanir sem er líka ástæðan fyrir því að viðskiptavinir bóka alltaf næsta tíma eftir hvert skipti svo þeir þurfa ekki að bíða svona lengi. Klippingar eru aftur á móti auðveldari stundum að koma fyrir inn á milli.”

Hægt er að panta tíma hja Þóri í gegnum síman á Modus Smáralind sem er 572-2829