Viltu losna við „mömmuhárin“? Þá er þessi vara frá Leyton House málið!

Hver kannast ekki við þessi svokölluðu ,,mömmuhár“ Sem eiga það til að skjóta upp kollinum eftir barneignir þegar allt fallega meðgönguhárið fer að þynnast eftir meðgönguna?

Það getur verið erfitt að ná stjórn á þessum litlu elskum og þá er Control Cream frá Leyton House eitthvað fyrir þig!

Það þarf aðeins lítið af efninu í einu og gott er að bera það í hárið undir lokin, þegar búið er að slétta eða krulla eða setja hárið í tagl. Áferðin verður ekki eins og hárið sé skítugt eða gelað sem er eitthvað sem við margar kærum okkur ekki um!

Hér má sjá dæmi um vel stílíserað hár:

Lyktin er líka hrikalega góð og varan endist mjög lengi enda þarf lítið af henni í einu.

Ef þú hefur ekki enn fundið vöru fyrir þetta ,,vandamál“ mælum við með!