Mavala!

Mig langaði að segja ykkur frá nýju merki sem hárvörur.is voru að taka inn, en það er merkið Mavala. Mavala er svisslenskt fyrirtæki sem hefur verið starfrækt frá árinu 1958, en fyrirtækið er leiðandi í naglalakka og naglaumhirðu vörum í heiminum í dag.

Naglalökkin koma í mátulegum stærðum svo maður ætti ekki að sóa neinu af vörunni og umbúðirnar eru hannaðar með það í huga að öll varan nýtist.

Naglalökkin koma í ótrúlega mörgum litum svo allir ættu að geta fundið sér lit sem hentar sér. Naglalökkin innihalda svo engin skaðleg efni og engin efni úr dýraríkinu.

Hingað til er ég hrifnust af lit númer 109 og 294. En það eru akkúrat litir sem ég nota mikið og er mjög hrifin af. Einnig er ég mjög hrifin af rauða litnum sem er númer 3 en ég er alltaf með rautt naglalakk á tánum og hef verið þannig í mööörg ár og hef vanalega verið að flakka á milli rauðra lita en þessi finnst mér æðislegur og er kominn til að vera!

Eitt annað sem ég er svo hrifin af en það er naglalakka hreinsirinn frá þeim! En ég á Extra-Mild Nail Polish Remover sem er æðislegur! Hann er mjög mildur, inniheldur ekkert acetone og er fullur af efnum sem hjálpa til að verja neglurnar og veita nöglunum og húðinni í kringum neglurnar næringu í stað þess að hafa skaðleg áhrif eins og sumir aðrir naglalakkahreinsar eiga til með að gera. Ég og mamma mín finnum ekkert smá mikinn mun á því að nota þennan hreinsi og mælum 100% með honum.