5 uppáhaldsvörur Söndru á Modus

Ég spjallaði aðeins við nöfnu mína á Modus Glerártorgi & fékk hana til þess að segja mér frá 5 uppáhalds hárvörunum sínum

Fyrsta varan er Soy tri-wheat leave in næringin frá Sexy Hair, sem er algjör snilld í blautt hárið.
Efnið gefur góða mýkt, mikinn raka & nærir hárið. Þetta er sprey sem er þægilegt í notkun. Best er að spreyja því í blautt hárið & leyfa því að vera eða blása það. Ekki skemmir fyrir að lyktin af efninu er mjög góð.

Vara númer tvö er Sublimate sem er nýtt efni frá hárvörumerkinu Sebastian. Ég er svo innilega ástfangin af þessu efni sem ég nota óspart bæði í mig & mína kúnna.
Þetta er semsagt „finish cream“ sem notað er eftir að hárið er blásið & sléttað. Það gefur góðan glans, hemur litlu hárin sem standa oft á tíðum í allar áttir & ilmar dásamlega!

Hitavörnin frá REF er skyldueign fyrir alla þá sem nota hitatæki af einhverju tagi í hárið á sér. Það kemur í veg fyrir að háirið skemmist við notkun hitatækja. Best er að spreyja því í blautt hárið og blása, svo líka fyrir sléttun.

REF illuminate colour sjampó og næring
Þessi tvenna er frábær fyrir alla sem lita á sér hárið. Sjampóið & næringin vernda litinn & koma í veg fyrir að liturinn renni strax úr hárinu. Hárið verður ofsalega mjúkt & gott af þessari tvennu & lyktin er mild & mjög góð.
Sjampóið & næringin eru 100% vegan.

Ég þakka Söndru kærlega fyrir spjallið & vona að þið hafið haft gaman af.

Þangað til næst..

x x