Viðtal við Katrínu Leu – Miss universe Iceland!

Eins og flestir vita var Katrín Lea fulltrúi okkar íslendinga í Miss Universe árið 2018. Við fengum þessa flottu konu til að svara nokkrum spurningum um allt milli himins og jarðar.

Aðspurð að því hver sé hennar daglega förðunarrútína segir hún:
„Mín daglega förðunarrútina er mjög einföld. Ég nota Refreshing Facial Wash Gel frá Nivea til að hreinsa húðina á morgnana og undirbúa hana fyrir förðun. Set Refreshing Eye Cream frá Origins í kringum augun og rakakrem á allt andlitið frá sömu línu. Svo set ég á mig Nars Sheer Glow Foundation, L.A. Girl Pro concealer undir augun, Too Faced Love Flush kinnalit í kinnarnar, skyggi aðeins augun með augnskugga frá The Perfect Face, Helena Rubinstein Lash Queen Sexy maskara og MAC Cremesheen varalit.“

Uppáhalds maskarinn hennar er frá merkinu Helena Rubinstein og heitir Lash Queen Sexy.
„Þetta er besti maskarinn sem ég hef fundið fyrir mín augnhár sem eru mjög stutt og fíngerð. Hann þykkir vel og formúlan er mjög svört.“

Katrín verslar flestar förðunarvörur erlendis og þá einna helst í Sephora eða Ulta beauty. Hárvörur verslar hún hins vegar hér á landi, á Modus og Hárvörur.is
„Hárvörur versla ég einungis hjá harvorur.is eða á hárgreiðslu stofunni Modus. Þar er hægt að nálgast vinsæl og hágæða merki, eins og til dæmis Kéraste eða Philip B.“

Katrín notaði Flexible spray frá REF mikið í Miss Universe


Aðspurð hvaða hárvörur hún notar einna mest er svarið einfalt: REF stockholm!

„Hárvörumerkið sem ég nota mest er REF Stockholm. Það sem heillar mig mest við þetta merki er að allar vörur eru vegan og sulphate frítt, með efnum úr jurtum. Vörur eins og hitavörnina, Flexible Spray og Stay Smooth notaði ég mest í keppninni Miss Universe 2018 sem var haldin í Taílandi, þar sem var mikill raki og hiti.“

Hver er þín eftirlætis hárvara?
Eftir Miss Universe, þar sem ég notaði stöðugt og mikið hitajárn, skemmdist hárið mitt verulega. Hárið á mér eru nú mun styttra en það var, þurrt og einfaldlega brotið. Til þess að styrkja og endurbyggja þau nota ég mitt uppáhalds sjampó&hárnæringar kombó Ultimate Repair frá REF Stockholm. REF vörur eru þekktar fyrir styrkjandi eiginleika sína fyrir þreytt og illa farið hár.

Hvaða vörur fá alltaf að fljóta með í veskið?
Samtímis þess að vera í skólanum er ég að vinna á hjúkrunarheimili þar sem notkun á plast hönskum er mikil. Því fylgir mikill þurrkur á höndum og skemmdir á nöglum. Ég er alltaf með handkrem Make a Difference frá Origins, sem nærir hendur mjög vel og heldur þeim mjúkum í marga klukkutíma.

Ef þú mættir einungis nota eina snyrtivöru það sem eftir er hvaða vara yrði fyrir valinu?
Það er auðvitað RAKAKREM! Hér, á Íslandi, eru sterkir og kaldir vindar sem gefa húðinni
marga þurrkubletti. Ég sé einfaldlega ekki morgun- og kvöldhúðrútinuna mína án rakakrems.

Lumar þú á einhverju leynitrixi sem þú týmir að deila með lesendum?

Góð húð snýst líka um hvað þú setur inn í þig. Það sem gerir húðina raka og vel nærða eru góðar fitur eins og í hnetum, avokadó eða í omega olíum. Allt þetta er mjög gott fyrir húðina, hárið og heilann. Það má auðvitað ekki gleyma vatni. Að vera heilbrigð er lifstíll.

Hvaða förðunarlook er auðvelt og klikkar aldrei að þínu mati?
Fyrir auðvelt og fljótlegt förðunarlook set ég uppáhalds maskaran minn, bæti lit í augnbrúnir, set litla skyggingu í kinnbeinin og næri varir með bleikum varasalva. Með þessu einfalda förðunarlooki liður mér fersklega og náttúrulega.

Hver er þín kvöldhúðrútína?
Fyrst byrja ég á því að bursta tennur með tannhvíttunar tannkremi Crest 3D White og þríf af mér alla málningu með Makeup Clear hreinsi frá Nivea. Oftast fer ég í sturtu á kvöldin og þá tek ég Facial Wash Gel frá Nivea með mér og þríf andlitshúðina og djúphreinsa hana betur.
Þegar ég kem úr sturtunni þá strýk ég REF Stockholm toner yfir alla húðina og andlitskremið Energy-Boosting Cream frá Moisturizer. Ég set mikið af því á húðina svo hún verði silkimjúk daginn eftir.


Uppáhalds hármaski Katrínar er Ultimate Repair frá REF stockholm

„Ég er með litað hár og það sem þessi maski gerir er að endurbyggja skemmt hár. Eftir nokkur skipti á maskanum hef ég tekið eftir silkimýkingu, fallegri áferð og glansa.“

Ef þú mættir bara borða 2 fæðutegundir það sem eftir er, hvað myndir þú borða?
Vá, þetta er erfið spurning! Ég er svakalegur nammigrís og kolvetnisjúk! En eins og við vitum þá er það ekki mjög gott fyrir heilsuna að borða það stöðugt. Ég held ef ég ætti að borða bara tvær fæðutegundir væru það kartöflur og kjúklingur. Þau innihalda mjög fjölbreytt úrval af amínósýrum, vítamínum, steinefnum og próteini.

Hvað er eftirminnilegasta mómentið úr Miss Universe?
Þau voru mjög mörg, á mjög erfitt með að velja eitt! Ég var mjög spennt fyrir ferðinni. Ekki síst vegna þess að ég fékk að koma fram fyrir Íslands hönd í stærstu og mest heillandi fegurðarsamkeppni veraldar heldur líka því þetta var mín fyrsta ferð til Asíu. Ég myndi segja að landið, menningin, maturinn og reynslan sem ég öðlaðist er það eftirminnilegasta af þessari ævintýri.

Pulsa eða pylsa? Myndi frekar segja pYlsa, finnst það hljóma betur og vera fallegra.

Hver eru þín lífsmottó?

Þau eru nokkur en eitt sem stendur mest upp úr er; „Aðeins sá sem gerir allt á réttum tíma og leggur hart að sér fær notið alvöru velgengni”. Það hafði ég að leiðarljósi við öll undirbúningsferli fyrir keppnir bæði hér á Íslandi og úti.

Er eitthvað spennandi á döfinni hjá þér?
Já! það er Miss Universe Iceland 2019, sem verður haldin í sumar. Þar mun ég að krýna næstu drottningu! Ég er mjög spennt að hitta alla þáttakendur sem munu keppa í ár og færa þeim öll ráð sem ég á varðandi keppnina, úti og hérna heima. Það er enn hægt að sækja um, allar upplýsingar finnið þið á síðunni okkar Missuniverseiceland.com!
við þökkum Katrínu Leu fyrir spjallið!