Ertu að brenna og þynna hárið? Hér eru góð ráð við því!

Ég er búinn að vera að nota professional litina og strípuefni frá ástralska lita risanum Leyton House í 4 ár og er alltaf jafn hrifinn af útkomunni og lita gleðinni sem þeir gera mér kleift að skapa fyrir hverja vinkonu mína fyrir sig sem er í stólnum hjá mér.

Margar íslenskar stelpur eru djarfar með ljósa kalda liti og til þess að framkalla þessa köldu liti þarf oft að notast við strípuefni svo hægt sé að ná réttri útkomu.

Staðreyndin er sú að í þessu ferli verður hárið fyrir miklu áreiti. Fíngert hár þolir aflitnunina verr en gróft hár.

Alpine Blonding Creme frá Leyton House er sértaklega hannað fyrir hársvörð, balayage eða handfrjálsar aðferðir og getur lyft allt að 7 stigum og innihalda festarnir fjólublá litarefni sem vinna betur á gulum tónum. Alpine Blonding Creme inniheldur Argan olíu til að koma í veg fyrir rakatap og acai olíu sem verndar hársvörðinn og keratín sem byggir upp hárið þitt á sama tíma og það er litað.

Hentar vel viðkvæmum hársverði.

Fyrir þær konur sem vilja viðhalda jöfnum fallegum ljósum lit er góð þumalputtaregla að í annað hvert skipti að lita allt hárið og setja svo tóner yfir allt. Hverjar kannast ekki við eftir 8 litanir er hárið röndótt eða skellótt. Það er afþví rótin er alltaf bara lituð og hárið hefur aldrei verið heillitað og liturinn jafnaður.

Einnig er mjög mikilvægt að hugsa vel um hárið heima og nota góðar professional hárvörur nr 1.2 og 3.

Hverjar kannast ekki við að vakna einn daginn við að finnast taglið sitt helmingi þynnra en það var þegar þú varst dökkhærð eða byrjaðir lita þig ljósa. Ég segi oft við allar mínar ljósustu BFF <3 að til þess að ég nái bestu útkomunni og geti stuðlað að heilbrigðu hári fyrir þig verður þú að nota góðan hármaska heima, fyrir og eftir litun. Einnig að nota góð sjampó, næringar og næra hárið vel 2-3 dögum áður en þú kemur í litun. Annars þynnist bara hárið og tekur illa lit.Þetta er allt “team work” ekki einstaklings vinna og þess vegna skiptir gríðalegu máli að hugsa vel um hárið heima á milli litana ekki bara lita og lita og lita og lita hárið. Fyrir þau ykkar sem hafa áhuga á að fylgjast með mér meira þá er snappið mitt Hárvörur.is og instagram Hárvörur.is Ég vona innilega að mér hafi tekist að skemmta ykkur og fræða, þangað til næst, þúsund kossar og knús Hermann Óli