Volume og matt finish frá REF

Þetta kombó er snilld finnst mér þegar mig langar í smá lyftingu í hárið en samt ekki þannig að það glansi, ég er frekar mött týpa svo ég elska að prófa mig áfram & þetta er kombó sem ég nota alltaf þegar ég er að fara eitthvað út, hvort sem það er út að skemmta mér, veislur eða þessháttar.

Þessa snilld nota ég yfirleitt til þess að fullkomna lookið.
Ocean mist, matte finish gefur hárinu einhvern óútskýranlega ferskleika.
Finnst ótrúlega flott að spreyja þessu útum allt í hárið & hrissta svo hausinn.

Síðan fyrir fermingu hef ég alltaf viljað hafa lyftingu í hárinu. Ég var á mínum unglingsárum með mullet klippingu & þar spilar lyfting stóra part.

Þessu spreyja ég í rótina þar sem ég vil fá lyftinu & móta það svo með höndunum. Algjör snilld & auðveldar mér mikið þar sem áður fyr notaði ég alltaf vax sem tók töluvert lengri tíma.

Takk fyrir að lesa