Volume spray frá Leyton House

*Varan var fengin að gjöf

Ég er með frekar fíngert hár og finnst mér stundum vanta smá volume eða fyllingu í hárið. Ég er núna búin að vera að nota þetta volume sprey frá Leyton House og finnst það æði.

Mér finnst ég fá mesta voleume-ið ef ég spreyja í blautt eða handklæðaþurrt hárið og blæs svo uppúr spreyinu.

Spreyið er ótrúlega létt og nærir hárið líka þar sem það inniheldur babassu olíu sem er næringarrík olía unnin úr babassu plöntunni.

Mér finnst líka snilld að það innhaldi hitavörn sem kemur í veg fyrir að keratínið í hárinu brotni niður og að endarnir á hárinu brotni.