Vörur frá Sexy Hair

Ég hef heyrt mikið um vörurnar frá Sexy Hair og er loksins búin að prófa nokkrar af þeim núna. Ég er búin að vera að nota tvær vörur úr Healthy línunni frá þeim sem ég er mjög hrifin af.

Eins og ég hef áður sagt þá er ég með mjög fíngert hár, blæs það oft og slétti það líka mjög oft svo ég þarf klárlega að hugsa vel um hárið mitt.

Vörurnar frá Healthy Sexy Hair hjálpa mér svo sannarlega við það.

Hitavörnin frá þeim er sérstaklega gerð fyrir hár sem er sléttað með sléttujárni en hentar einnig vel þegar verið er að nota hita á hárið eins og t.d. þegar hárið er blásið og krullað. Efnin í hitavörninni gefa hárinu næringu og mýkja það og þegar hárið er hitað þá smýgur vörnin inn í hárið og styrkir það.

Hin vörnin sem ég er búin að vera að nota er blásturskrem fyrir hárið sem ég læt í rakteða blautt hár. Það lætur hárið þorna fyrr, styrkir það, mýkir og ver það fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Kremið er mjög létt, hentar öllum hárgerðum og gerir hárið heilbrigðara og mýkra. <3Ég mæli svo sannarlega með að kíkja á Healthy línuna frá Sexy Hair en þær vörur er hægt að nálgast á Modus og á hárvörur.is.