Vörur mánaðarins – Leyton house

*Allar vörurnar eru fengnar að gjöf

Leyton house er ekki bara með frábæra hárliti heldur framleiða þeir einnig æðislegar hárvörur.

Mig langar að fjalla um mínar uppáhalds vörur frá Leyton house.

HITAVÖRN

Hitavörn er auðvitað alltaf nauðsynleg þegar það á að meðhöndla hár með miklum hita. Hitavörnin frá Leyton house hindrar niðurbrot keratíns í hárinu og kemur í veg fyrir slitna enda vegna hitans. Hún er því must have fyrir alla sem blása, slétta eða krulla hárið á sér. Varan inniheldur babassu olíu sem er mjög rakagefandi.

Það er ekki mikil lykt af vörunni sem mér finnst mikill kostur þar sem ég nota yfirleitt olíu eða volume froðu í hárið sem er yfirleitt með lykt og því óþarfi að blanda of mikið af ilmum saman! Brúsinn er mjög veglegur þannig varan endist mjög lengi sem er snilld.

VOLUME SPRITZ

Þessi volume froða er must have. Í fyrsta lagi er lyktin af henni AMAZING en svo er hún svo létt, ekki „klístruð“ of maður getur vel stjórnað því hversu mikla fyllingu maður vill í hárið. Ég blæs hárið yfirleitt upp úr henni ef ég vil fá góða fyllingu í hárið. Varan inniheldur líka babassu rakagefandi olíu og kemur í veg fyrir niðurbrot keratíns, það er s.s. hitavörn í vörunni líka. Hún virkar fyrir allar hártýpur, hvort sem þú ert með fínt eða gróft hár.

ILLUMIN OIL

Þessi olía er uppáhalds. Lyktin af henni er dásamleg og hún gefur hárinu svo fallegan glans. Ef þú vilt dekra við hárið á þér er þessi lúxusolía fyrir þig. Mæli svo mikið með. Ég heyrði í Lovísu, sem vinnur upp á Modus í Smáralind og hún hafði eftirfarandi um vöruna að segja:

„Mér finnst hún æði því hún mýkir hárið svo vel. Finnst sérstaklega gott að nota hana eftir mikla aflitun, þá verður hárið oft frekar þurrt og stökkt en maður nær að renna fingrunum mjúklega í gegnum hárið þegar olían er komin í. Mér finnst ég ná að vinna hárið í eðlilegt horf með olíunni eftir mikla efnameðhöndlun.
Hún gefur líka svo fallegan glans og þá er í uppáhaldi hjá mér að nota hana í dökkt hár. Hún gefur líka glans í ljóst hár en glansinn nýtur sín betur í dökku hári.“

Lyktin er mjög góð og verðið er æði!

Allar vörurnar fást hér á Hárvörur.is og í Modus Smáralind og Akureyri.