Mínar mest notuðu vörur á árinu 2018!

Mig langar að byrja á því að óska ykkur gleðilegs nýs árs og vonandi hafa allir haft það notalegt yfir hátíðarnar.

Það hefur verið hefð hér á Hárvörur.is að gera upp liðið ár og ég hef áður nefnt þær vörur sem ég notaði hvað mest á árinu sem leið. Eftirfarandi vörur eru þær vörur sem ég notaði mest á árinu 2018 og mun koma til með að nota áfram á því nýja.

Mínar uppáhaldsvörur á árinu 2018:

Hairburst er í algjöru uppáhaldi hjá mér en ég hef verið að nota það nokkuð reglulega síðastliðið ár og hárið hefur bæði síkkað og orðið þykkara. Ég mun klárlega sækja mér fleiri dunka og nota árið 2019!

Litamaskinn frá REF er í algjöru uppáhaldi og hann er án efa ein mest notaðasta varan síðastliðið ár. Ég mæli svo eindregið með honum fyrir litað ljóst hár. Ekki skemmir hvað það er góð lykt af honum!

Þetta næringargel er algjör snilld fyrir hár eins og mitt sem er mikið efnameðhöndlað. Það inniheldur prótín og efni úr jurtum til viðgerðar og gefur hárinu auka raka. Það sem er svo að mínu mati mesta snilldin við þessa vöru er að hún er líka hitavörn. Þannig færðu allt í einum pakka, raka, styrkingu og hitavörn!

Ég kynntist þessari vöru á árinu og varð „hooked“ en þessi vara er að mínu mati must have fyrir þá sem eru með ljóst hár og vilja viðhalda mjög köldum tónum. Silver shine whipped cream er næring sem þú berð í handklæðaþurrt hár eftir sturtu og skilur eftir í hárinu. Næringin viðheldur raka í hárinu en er að auki litavörn. Ég mæli svo eindregið með þessari vöru fyrir þær/þá sem vilja hugsa vel um hárið en á sama tíma vera með mjög ljóst hár.