Wonder oil frá REF!

Ég hef alltaf verið dugleg við að nota olíur fyrir hárið og er þessa stundina að nota Wonder Oil sem kemur frá hármerkinu REF Stockholm sem ég er mjöööög hrifin af, en hún er mjög hrein, cruelty free og 100% vegan.

Wonder Oil er hárolía sem að nærir og styrkir hárið, gefur því mýkt og fallegan gljáa. Það inniheldur einnig kínóa prótein sem endurbyggir hárið og styrkir það enn betur að innan.
Ég ber olíuna í endana á röku hári eftir sturtu og stundum líka þegar það er þurrt til þess að gefa endunum meiri gljáa. Hárolían er mjög drjúg og maður þarf ekki að nota mikið af henni í einu og hún endist því mjög vel!

REF Wonder Oil fæst hér á Hárvörum.is og á Modus Smáralind og Glerártorgi